Simbabve: Þörf á róttækum efnahagsaðgerðum

Nýir valdhafar í Simbabve verða að grípa til róttækra efnahagsaðgerða og bæta skuldastöðu landsins til að eiga möguleika á nýju lánsfé til að rétta við efnahaginn. Þetta segir erindreki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Simbabve.
23.11.2017 - 16:26

Sjóræningar teknir undan austurströnd Afríku

Sex sómalískir sjóræningjar voru í dag fluttir til Seychelles-eyja, en samkvæmt samningi við Evrópusambandið verður hægt að sækja þá þar til saka. Þetta er í fyrsta skipti sem sjóræningjar eru fluttir þangað síðan 2014.
23.11.2017 - 14:50

Mugabe tryggð friðhelgi og vernd

Í samningum sem leiddu til afsagnar Roberts Mugabes, forseta Simbabve, var honum tryggð friðhelgi og vernd. Fréttastofan Reuters kvaðst í morgun hafa þetta eftir embættismönnum tengdum samningaviðræðum við Mugabes. 
23.11.2017 - 11:35

Boðar breytta tíma í Simbabve

Nýr forseti Simbabve, Emmerson Mnangwagwa, kom til landsins í dag. Hann boðar breytta tíma og lýðræði sem almenningur í landinu hafi ekki kynnst áður. Íbúar fagna nýju Simbabve og endalokum einræðis Roberts Mugabe en óvíst er hvort þetta nýja verður...
22.11.2017 - 22:17

Frakkar krefjast umræðu um þrælasölu

Franska stjórnin hefur farið fram á umræður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þrælasölu í Líbíu eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNN birti myndband sem sýndi þar uppboð á þrælum. 
22.11.2017 - 16:11

Mnangagwa kominn heim

Emmerson Mnangagwa, fyrrverandi varaforseti Simbabve, er kominn heim og hefur þegar átt fundi með fulltrúum ríkisstjórnar landsins og stjórnarflokksins ZANU-PF. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir einum aðstoðarmanna hans í dag. 
22.11.2017 - 15:13

Mnangagwa sver embættiseið á föstudag

Emmerson Mnangagwa, fyrrverandi varaforseti Simbabve, sver embættiseið sem forseti landsins á föstudag. Ríkismiðillinn ZBC greindi frá þessu í morgun. Mnangagwa tekur við af Robert Mugabe, sem sagði af sér embætti í gær. 
22.11.2017 - 10:49

Mnangagwa snýr aftur til Simbabve í dag

Emmerson Mnangagwa fyrrverandi varaforseti Simbabve, er væntanlegur til heimalandsins í dag hálfum mánuði eftir að Robert Mugabe rak hann úr embætti. Talið er að varaforsetinn fyrrverandi hafi staðið á bak við valdarán hersins. Hann hefur verið...
22.11.2017 - 08:28

Robert Mugabe segir af sér

Robert Mugabe, leiðtogi Simbabve til 37 ára, hefur sagt af sér forsetaembætti. Forseti þingsins í Harare greindi þingmönnum frá þessu fyrir nokkrum mínútum. Afsögnin tegur gildi þegar í stað. Myndir frá Harare, höfuðborg Simbabve, sýna að mannfjöldi...
21.11.2017 - 16:01

Búa sig undir að ákæra Mugabe

Zanu-PF, stjórnarflokkurinn í Simbabve, byrjar á morgun að undirbúa að leggja fram ákæru á þingi á hendur Robert Mugabe forseta til embættismissis. Honum hafði verið gefinn frestur þar til í gærkvöld að segja af sér, en virti það að vettugi.
20.11.2017 - 17:35

15 tróðust undir í Marokkó

Minnst 15 manns, aðallega konur og gamalmenni, tróðust undir þegar verið var að dreifa mataraðstoð til íbúa bæjarins Sidi Boulaalam í Marokkó á sunnudag. Minnst tíu til viðbótar slösuðust í atganginum. Samkvæmt AP-fréttastofunni var verið að dreifa...
20.11.2017 - 05:26

Mugabe sagði ekki af sér

Robert Mugabe, forseti Simbabve, lauk rétt í þessu sjónvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar án þess að tilkynna um afsögn sína, þvert á það sem allir höfðu búist við. Leiðtogi hersins, sem tók völdin í landinu í miðri viku, greindi frá því í kjölfarið...
19.11.2017 - 19:46

Beðið eftir afsögn Mugabe

Íbúar í Simbabve bíða nú í ofvæni eftir sjónvarpsávarpi forseta landsins, Roberts Mugabe, sem talið er að ætli að segja af sér í beinni útsendingu á eftir.
19.11.2017 - 18:36

Mugabe settur af sem leiðtogi Zanu

Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur verið settur af sem leiðtogi ZANU PF flokksins. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Fyrrverandi varaforseti landsins, Emmanuel Mnangagwa er nýr leiðtogi flokksins.
19.11.2017 - 12:28

Fundur í dag um framtíð Mugabe

Enn er þrýst á Robert Mugabe, forseta Simbabve, að láta af völdum. Mugabe hefur verið í stofufangelsi frá því á miðvikudag, eftir að herinn tók völdin í landinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fundur sé fyrirhugaður í dag milli Mugabe og...
19.11.2017 - 10:19