Tíundu hverri konu í Frakklandi nauðgað

Tíundu hverri konu í Frakklandi hefur verið nauðgað að minnsta kosti einu sinni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Jean Jaures stofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í gær. Algengast er að konur hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af...
24.02.2018 - 18:26

Liverpool komið upp í 2. sætið

Öruggur þriggja marka sigur Liverpool gegn West Ham United þýðir að liðið er nú komið upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en takist Manchester United að leggja Chelsea á morgun þá fara þeir upp fyrir Liverpool. Þá var Jóhann Berg Guðmundsson í...
24.02.2018 - 18:10

„Kemur í ljós hvort Rússar hafa samvisku“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna átti að koma saman klukkan fimm til að greiða atkvæði um tillögu Svía og Kúveita um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi, til að hleypa hjálparsamtökum inn til Austur-Ghouta og annarra svæða sem eru umsetin hersveitum...
24.02.2018 - 17:59

Snorri fánaberi Íslands á lokahátíð ÓL

Snorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á lokahátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang í Suður-Kóreu. Lokahátíðin fer fram kl.11:00 á íslenskum tíma á sunnudag og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
24.02.2018 - 17:50

FH í forystu eftir fyrri daginn

Fyrri keppnisdagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll í dag og leiðir FH leiðir eftir daginn eftir góðan árangur í 60 metra hlaupi karla og kvenna sem og öðrum greinum. Keppni hefst aftur klukkan 10:30 á sunnudag....
24.02.2018 - 17:43

Lögregla biður 21.500 menn að mæta í DNA-próf

Lögreglan í Limburg-héraði í Hollandi hefur beðið ríflega tuttugu þúsund karlmenn að mæta til að gefa DNA-sýni sem vonast er til að gagnist í leitinni að morðingja 11 ára drengs sem fannst látinn fyrir tuttugu árum. Lífsýnin eru tekin á sex stöðum í...
24.02.2018 - 17:17

Farþegi í Herjólfi tekinn með kannabis

Farþegi í Herjólfi var handtekinn síðdegis í gær. Í fórum hans fundust um 100 grömm af kannabisefnum. Farþeginn var á leið til Vestmannaeyja. Lögreglan í Vestmannaeyjum naut liðsinnis fíkniefnahundsins Rökkva, sem er í eigu embættisins.
24.02.2018 - 16:45

Listi Miðflokksins í Reykjavík tilkynntur

Stjórn Miðflokksins kynnti í dag hvaða frambjóðendur verða í efstu sætum á lista flokksins í borgarstjórnarkosningum í vor. Áður hafði verið tilkynnt að Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks, yrði oddviti flokksins í Reykjavík.

Þrír á spítala eftir bílslys við Hamraborg

Þrír voru fluttir á spítala um klukkan þrjú síðdegis í dag eftir að bíl var ekið á ljósastaur á afrein sem liggur af Hafnarfjarðarvegi til norðurs upp í Hamraborg í Kópavogi. Að sögn varðstjóra slökkviliðs virðist sem áreksturinn hafi verið nokkuð...
24.02.2018 - 15:36

Stálu skrautlegu safni af kynlífshjálpartækjum

Grímuklæddir þjófar brutust í vikunni inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í Reykjavík og höfðu á brott með sér hjálpartæki og sleipiefni fyrir marga tugi þúsunda. Svo virðist sem þeir hafi valið gripina af kostgæfni. „Þetta...
24.02.2018 - 15:26

Átakanlegt að koma að skepnunum í djúpu vatni

Mikið vatn flæddi inn í hesthús hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborgum við Rauðhóla í nótt. Bergljót Rist, eigandi hestaleigunnar, segir að það hafi verið átakanlegt að koma að hestunum standandi í djúpu vatni upp að kviði. Kindur voru...
24.02.2018 - 14:37

Tyrkir fordæma fjöldamorð í Ghouta

Tyrkir krefjast þess að endi verði bundinn á blóðbaðið í Austur Ghouta í Sýrlandi. Talsmaður Erdogans Tyrklandsforseta segir að Sýrlandsstjórn sé að fremja fjöldamorð á svæðinu sem alþjóðasamfélagið verði að stöðva. Atkvæðagreiðslu um tillögu Svía...
24.02.2018 - 14:30

Drukkinn íþróttamaður stal bíl á ÓL

Kanadískur íþróttamaður hefur verið kærður fyrir að stela bíl á aðfaranótt laugardags í Peyongchang í Suður-Kóreu þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem íþróttamenn komast í fréttirnar fyrir að stela...
24.02.2018 - 13:15

53 þúsund laxar drápust í Tálknafirði

53 þúsund laxar drápust þegar þeir voru fluttir úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði. Fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun segir fiskinn drepast vegna álags og stress sem fylgir flutningunum á viðkvæmum tíma.
24.02.2018 - 13:00

Beltagrafa notuð til að bjarga báti í Hólmavík

Báturinn Fönix losnaði frá bryggju í Hólmavík í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning var kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Þá höfðu landfestar slitnað og bátinn rak í höfninni.
24.02.2018 - 13:07