Wahlberg gefur laun sín til Time's Up

Erlent
 · 
Menningarefni
epa06398032 US actor and cast member Mark Wahlberg arrives for the 'All the Money in the World' movie premiere in Beverly Hills, California, USA, 18 December 2017. The movie will be released in US cinemas on 25 December 2017.  EPA-EFE/EUGENE
 Mynd: EPA  -  RÚV

Wahlberg gefur laun sín til Time's Up

Erlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
14.01.2018 - 08:49.Freyr Gígja Gunnarsson
Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa það sem hann fékk borgað fyrir endurtökur á kvikmyndinni All the Money in the World. Upplýst var í bandarískum fjölmiðlum í vikunni að Wahlberg hefði fengið greiddar 1,5 milljónir dollara fyrir sína vinnu en mótleikkona hans, Michelle Williams, þúsund dollara.

Þetta kemur fram á vef BBC. 

Ráðast þurfti í endurtökur á nokkrum atriðum í kvikmyndinni eftir að leikstjórinn Ridley Scott ákvað að fjarlægja Kevin Spacey úr myndinni í kjölfar ásakana um kynferðislegt ofbeldi. 

Christopher Plummer var fenginn til að hlaupa í skarðið og þau Mark Wahlberg og Michelle Wiliams féllust á að leika nokkur atriði aftur. Ridley Scott lýsti því yfir í viðtölum að Williams og Wahlberg hefðu ekkert fengið greitt fyrir vinnu sína en annað kom á daginn.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að á meðan Williams hefði fengið 80 dollara á dag fyrir aukavinnuna hefði Wahlberg fengið 1,5 milljónir dollara.

Wahlberg segir í yfirlýsingu á Twitter að hann styðji baráttuna um jöfn laun kynjanna og að hann hafi því ákveðið í ljósi umræðunnar um laun sín að gefa sinn hlut til Time's Up en hreyfingin er hugsuð til að aðstoða konur sem vilja leita réttar síns en hafa ekki efni á því.