Valdís og Ólafía saman á LPGA-móti

14.02.2018 - 14:50
Mynd með færslu
 Mynd: GSê
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefja báðar leik í kvöld á ISPS Handa mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi í kvöld og í nótt. Þetta er fyrsta mót Valdísar á LGPA-mótaröðinni.

Valdís Þóra vann sér inn keppisrétt á mótinu með því að enda jöfn í efsta sæti úrtökumóts fyrr í vikunni en Valdís er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, þeirri næst sterkustu í heimi. 

Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni og verður þetta því í fyrsta sinn sem sterkustu kvenkylfingar landsins spila á sama móti. Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 21:36 að íslenskum tíma í Valdís klukkan þrjú í nótt. 

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður