Ungur karlmaður lést á Suðurlandsvegi

11.01.2018 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian  -  Pexels
Ungur maður lést í bílslysi á þjóðvegi 1, skammt vestan við Skeiðavegamót rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Tvær bifreiðar, jeppi og fólksbíll skullu saman í árekstrinum. Ökumaður annars bílsins hlaut lítilsháttar meiðsl. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna sem stendur. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar slysið.
Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV