Ungmenni myrt í Senegal

07.01.2018 - 05:10
Erlent · Afríka · Senegal
epa000338127 A Senegalese presidential guard stands watch outside the presidential palace in Dakar, Senegal, Thursday 30 December 2004. The Senegalese government signed a peace deal Thursday with rebels in the southern province of Casamance to end a
 Mynd: EPA
Þrettán ungmenni voru myrt af vopnuðum mönnum í skóglendi í suðurhluta Senegals í gær. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni senegalska hersins að ungmennin hafi verið að safna saman spreki þegar þau voru myrt.

Samkvæmt fjölmiðlum í Senegal hafa árásarmennirnir þurft að komast inn á svæði á milli þeirra sem senegalski stjórnarherinn ræður annars vegar yfir og hins vegar sem er á valdi vopnaðra uppreisnarsveita, MFDC. Talsmaður hersins segir of snemmt að segja til um hvort árásarmennirnir hafi verið úr röðum MFDC. 150 hermenn voru sendir á vettvang til að fjarlægja líkin og flæma árásarmennina á brott.

MFDC berst fyrir sjálfstæði Casamance héraðs, og hefur gert frá stofnun sveitarinnar árið 1982. Síðan Macky Sall tók við embætti forseta árið 2012 hefur átökum á milli MFDC og hersins lynnt. Þá hafa stjórnvöld sest með uppreisnarmönnum og rætt frið. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV