Tugir létust í rútuslysi í Perú

02.01.2018 - 20:07
Mynd með færslu
Óttast er að einungis fimm hafi komist lífs af úr slysinu.  Mynd: Agencia Andina  -  Twitter
Talið er að yfir fjörutíu hafi látið lífið þegar rúta hrapaði í dag um hundrað metra niður í fjöru 45 kílómetra norðan við Lima, höfuðborg Perú. Slysið varð með þeim hætti að rútan lenti í árekstri við vörubíl og kastaðist við það út af veginum. Um það bil fimmtíu farþegar voru í rútunni. Að sögn lögreglunnar er vitað að fimm komust lífs af. Áreksturinn varð í svonefndri Curva del Diablo eða Beygju djöfulsins á þjóðveginum.

 

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV