Truflanir á útvarpsútsendingu í Skagafirði

11.01.2018 - 10:44
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RUV.IS
Útvarpssendir í Hegranesi í Skagafirði er ekki keyrður á fullu afli þessa dagana sem getur valdið truflunum á útvarpsútsendingum. Unnið er að viðgerð og vonast er til að henni verði lokið í dag.
Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV