Þverskurður samfélagsins sem kaupir vændi

06.02.2018 - 21:00
Fjölgun ferðamanna hér á landi skýrir ekki hversu gríðarlega framboð á vændi og eftirspurn eftir því hefur aukist. Þvert á móti eru það fyrst og fremst íslenskir karlmenn sem kaupa vændi, og þá þverskurður samfélagsins. Þetta segir Snorri Birgisson í mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Snorri segir að vændisheimurinn á Íslandi sé líka að verða ofbeldisfyllri. „Í takt við klámvæðinguna þá finnst manni viðskiptin hafa orðið grófari,“ segir Snorri og undir það tekur Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún segist fá til sín margar íslenskar konur sem neyðin hafi hrakið út í vændi og þær hafi jafnvel verið lokaðar inni, seldur að þeim aðgangur og þær beittar líkamlegu ofbeldi, ofan á kynferðisofbeldið sem felist í vændinu sjálfu.

Rætt við við Snorra og Rögnu í Kastljósi í kvöld. Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér að ofan.

 

Mynd með færslu
Lára Ómarsdóttir
Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Kastljós