Þurfum að finna lausnir

12.01.2018 - 20:26
Kristján Andrésson var að vonum ekki sáttur eftir leik Íslands og Svíþjóðar á EM í handbolta fyrr í kvöld en hann var samt sem áður sáttur með baráttuna sem hans menn sýndu undir lok leiks og vonast til að sjá meira af því í næsta leik.

„Við mættum íslensku liði sem var að spila mjög vel og vorum með stór vandamál í vörninni hjá okkur. Þrátt fyrir hægan sóknarleik vorum við að skapa okkur ágætis færi en markmaðurinn var að verja alltof mikið frá okkur.“

„Það er þýðingarmikið fyrir okkur að taka þessar 20 mínútur sem við sýnum á endanum og fá þær inn í næsta leik,“ sagði hinn íslenski Kristján Andrésson þjálfari Svíþjóðar eftir tveggja marka tap sænska liðsins gegn Íslandi nú fyrr í kvöld.

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður