Þurftu að loka sundlauginni vegna mikils álags

04.01.2018 - 16:19
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Sundlauginni á Stokkseyri var lokað tímabundið í dag til að koma í veg fyrir að of mikið álag yrði á hitaveitu Árborgar. Dæla sem heldur úti þrýstingi á Stokkseyri sló út í gærkvöld og það olli því að hitakerfi grunnskólans í bænum datt út.

Fram kemur á vef Sunnlenska að kalt hafi verið á kennurum og nemendum þegar þeir mættu til starfa á ný eftir jólafrí í morgun. 

Því hafi verið ákveðið að loka sundlauginni.  Spáð er hlýrra veðri eftir helgina og segir á vef Sunnlenska að þá verði sundlaugin væntanlega opnuð á nýjan leik. 

Mynd með færslu
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV