Þurfa að gefa humrinum rafstuð fyrir suðu

11.01.2018 - 17:47
Mynd með færslu
 Mynd: Pixabay  -  pixabay
Svissnesk stjórnvöld hafa bannað veitingahúsum að henda lifandi og spriklandi humri ofan í sjóðandi vatn á veitingastöðum landsins eins og hefð er fyrir.

Kokkar verða í framtíðinni að gefa humrinum rafmagnsstuð áður en hann er soðinn, þannig að hann sé meðvitundarlaus við suðu. Þessi ákvörðun er hluti af endurskoðun á dýraverndunarlögum landsins og tekur gildi 1. mars. Talsmenn dýraverndunarsamtaka og margir vísindamenn telja að humrar og önnur krabbadýr hafi þróað taugakerfi og finni því til mikils sársauka þegar þeim er stungið með fullri meðvitund ofan í sjóðandi vatn.
 

Mynd með færslu
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV