Þjóðverjar og Spánverjar byrja á stórsigrum

13.01.2018 - 19:00
epa06436313 Goalkeeper Gonzalo Perez De Vargas (C) of Spain in action during the EHF European Men's Handball Championship 2018 group D match between Spain and Czech Republic in Varazdin, Croatia, 13 January 2018.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Þýskaland og Spánn byrja bæði EM í Króatíu með sigri. Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svartfellingum í C-riðli, lokatölur þar 32-19. Á meðan unnu Spánverjar góðan sigur á Tékkum í D-riðli, lokatölur þar 32-15

Þýskaland 32 - 19 Svartfjallaland

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi en um miðbik fyrri hálfleiks stungu Þjóðverjar hreinlega af en þeir breyttu stöðunni úr 4-3 í 13-3 og var þá strax ljóst hvorum megin sigurinn myndi detta. Svartfellingar minnkuðu muninn fyrir hálfleik en voru samt sem áður 8 mörkum undir, staðan 17-9 í hálfleik.

Í síðari hálfleik juku Þjóðverjar hægt og rólega við forystu sína og unnu á endanum öruggan 13 marka sigur, lokatölur 32-19.

Uwe Gensheimer fór fyrir sínum mönnum í þýska liðinu en hann skoraði 9 mörk í dag. Markvörðurinn Andreas Wolff var samt sem áður valinn maður leiksisn en hann varði alls 12 skot af þeim 26 sem hann fékk á sig en það gerir 46% marvörslu.

Vladin Lipovina var svo markahæstur hjá Svartfellingum með 7 mörk.

Spánn 32 - 15 Tékkland

Leikur Spánverja og Tékka var einfaldlega leikur kattarins að músinni. Það tók Spánverja smá tíma að hrista Tékkana af sér en eftir að það tókst þá var spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Munurinn var á endanum 17 mörk en staðan var 16-9 í hálfleik.

Í síðari hálfleik skoruðu Tékkar aðeins 6 mörk á meðan Spánverjar skoruðu 16 í sitt hvorum hálfleik og unnu leikinn örugglega 32-15.

Raul Entrerrios, Valero Rivera og Sole Ferran voru markahæstir í liði Spánar með 5 mörk hver á meðan Stanislav Kasperek skoraði einnig 5 mörk í liði Tékklands.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður