„Það vissu þetta allir“

Erlent
 · 
Kastljós
 · 
Konur gegn kynferðisáreitni
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni

„Það vissu þetta allir“

Erlent
 · 
Kastljós
 · 
Konur gegn kynferðisáreitni
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
12.10.2017 - 22:45.Bjarni Pétur Jónsson.Kastljós
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segir að það hafi allir í fyrirtæki Harvey Weinsteins vitað af hegðun hans í garð kvenna. Hann segir gott að ásakanir á hendur honum hafi komið fram og lagakerfið í Bandaríkjunum þurfi að breytast því það sé ekki síst það sem eigi þátt í þessari löngu þögn.

Fjöldi leikkvenna og fyrirsæta hefur undanfarna daga stigið fram og greint frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Sigurjón segir að það hafi allir í fyrirtæki hans, The Weinstein Company, vitað af þessu. „Það er alveg ljóst og hefur ekki komið eins mikið fram og það ætti að gera. Það hafa vitað þetta í fyrirtækinu, það vissu þetta allir, það vissu bara ekki allir hvernig eða hvað en það vissu þetta allir,“ segir Sigurjón. Ef að þetta eigi að breytast í Bandaríkjunum þurfi lagakerfið líka að breytast. „Hér er hægt að fara í mál við hvern sem er, hvenær sem er og fólki getur verið hótað og það hefur bara ekki fjárhagslega möguleika til að verja sig og það er ekki síst það sem á þátt í þessari löngu þögn.“

Hann lýsir Weinstein sem mjög óaðlaðandi manni og óheiðarlegum. „Hann hafði margoft, sem að komið hefur fram núna, hótað fólki því að ef það gerði ekki það sem hann vildi, í morgun kom fram leikkona sem sagði að bara með því að segja nei við hann þá réð hann hana aldrei í hlutverk. Fólk hefur verið hrætt um það að þeirra ferill yrði eyðilagður,“ segir Sigurjón. 

Sigurjón segir að það séu ekki eins miklar breytingar í bransanum eins og margir vilji meina. Og þetta hafi verið eitt af verst geymdu leyndarmálunum í bransanum. „Ég held að það hafi allir vitað það en það var auðvitað allt öðruvísi sett upp. Það var sett upp eins og þetta var hér oft hérna í gamla daga að þetta væru konurnar sjálfar sem vildu þetta og væru tilbúnar að gera hvað sem væri til þess að fá frægð og frama.“ 

 

 

 

 

 

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Viljum ekki segja sögu eins og þessa aftur“

Menningarefni

Sífellt fleiri snúa baki við Weinstein

Kvikmyndir

Hljóðupptaka af Weinstein komin í umferð

Kvikmyndir

Fleiri konur ásaka Weinstein um áreitni