Teygjanlegur tími á tíu stöðum

Edda Kristín Sigurjónsdóttir
 · 
Hildigunnur Birgisdóttir
 · 
Joan Jonas
 · 
Margot Norton
 · 
Menningin
 · 
Myndlist
 · 
Sequences
 · 
Menningarefni

Teygjanlegur tími á tíu stöðum

Edda Kristín Sigurjónsdóttir
 · 
Hildigunnur Birgisdóttir
 · 
Joan Jonas
 · 
Margot Norton
 · 
Menningin
 · 
Myndlist
 · 
Sequences
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
12.10.2017 - 16:10.Guðrún Sóley Gestsdóttir.Menningin
„Ekkert er bannað og það er svigrúm fyrir tilraunir. Við viljum gjarnan næra það. Hátíðin er mjög flæðandi með fljótandi strúktúr,“ segir Edda Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sequences listahátíðarinnar. Sýnt er á 10 stöðum í borginni og stendur hátíðin til 15. október.

Sequences er nú haldin í áttunda sinn og að þessu sinni er Margot Norton, sem starfar í New Museum í New York, sýningarstjóri. Hún mótaði yfirskriftina Teygjanlegir tímar. „Sequences er lýst sem rauntímalistahátíð sem kallaði fram ákveðna hliðstöðu í huga mér milli raunverulegs og óraunverulegs tíma. Það, ásamt heimsóknum mínum til Íslands á nokkurra ára tímabili, kveikti þetta þema: „Teygjanlegir tímar“,“ segir Margot.

Mynd með færslu
 Mynd: Menningin  -  RÚV
Margot Norton, sýningarstjóri

Listaverkin á hátíðinni „Mörgum af listamönnunum sem eiga verk á hátíðinni í ár er hugleikið hvað það þýðir að vera til staðar á stafrænni öld. Þessi hugmynd um að við séum stödd á reikistjörnu sem snýst hægt á braut um sólu. Þeir hugsa um nýstárlegar leiðir til að upplifa tíma, aðferðir sem ná út fyrir hefðbundnar mæliaðferðir okkar,“ segir Margot.

Mynd með færslu
 Mynd: Menningin  -  RÚV

Verða plöntulegri

„Áhersla er að þessu sinni lögð á það hvernig listamenn takast á við tíma á mjög ólíkan hátt, segir Edda Kristín. Dæmi um þessa ólíku nálgun á tíma má sjá á sýningu Hildigunnar Birgisdóttur sem nefnist Time passes. „Mín verk eru einhver tilraun til þess að reyna að nálgast tímann út frá öðru sjónarhorni en því mennska. Þar sem ég er manneskja kemst ég ekki þaðan, en ég leik mér oft að því í verkunum mínum að reyna allavega að setja mig í spor annarra lífvera,“ segir hún. „Ein leið til þess er að nálgast hvernig við tengjum við önnur lífform og myndirnar sem ég sýni hér eru fundnar myndir af internetinu þar sem fólk hefur fundið hjá sér þörf eða löngun til að deila myndum af plöntunum sínum. Mér finnst líka áhugavert að við persónugerum þær til að nálgast þær, frekar en kannski að reyna að verða plöntulegri.“

Mynd með færslu
 Mynd: Menningin  -  RÚV
Edda Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sequences

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Joan Jonas, frumkvöðull á sviði vídjólistar. Hún hlutti gjörning í Tjarnarbíó sem nefnist Moving off the land, sem hún vann með tónlistarkonunni Maríu Huld Markan. Sequences, gjörningar, innsetningar, ljósmyndir og skúlptúrar eru meðal þess sem ber fyrir augu hátíðargesta. „Flutningurinn hér í Reykjavík er sama verk en hljóðið í því er annað. Við María unnum saman í þessari viku og settum saman hljóðrás sem ég er mjög ánægð með. Hún breytir verkinu talsvert, hljóðið breytir myndunum og hreyfingunum. Það er ekki róttæk breyting, það breytist lítið eitt,“ segir Joan.

Mynd með færslu
 Mynd: Menningin  -  RÚV
Joan Jonas vídjólistamaður er heiðursgestur hátíðarinnar í ár

Á laugardag stendur hátíðin fyrir opnum áheyrnarprufum til að finna nýjustu poppstjörnu Íslands, sem mun taka þátt í verki breska listamannsins Cally Spooner. Sett verður saman popphljómsveit sem flytur sérsamið lag til slá í gegn á vinsældarlistum í Frakklandi á næsta ári. Áheyrnaprufurnar fara fram í Mengi á Óðinsgötu klukkan 2 á laugardaginn en í dómnefnd sitja meðal annars Ragnar Kjartansson, Unnsteinn Manúel Stefánsson og Erna Ómarsdóttir. Nánari upplýsingar um prufurnar og dagskrána í heild má finna á vef Sequences.

Tengdar fréttir

Myndlist

Listamenn teygja tímann á Sequences