Svikið hakk í Svíþjóð

04.01.2018 - 11:16
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Í þriðjungi þess kjöthakks sem selt  var í sænsku héruðunum Vestur-Gautlandi og Hallandi í fyrra var innihaldið ekki í samræmi við lýsingu. Oftast var grísakjöt að finna í hakki sem átti að vera nautahakk en í sumum tilfellum var þar kinda- og geitakjöt; þá var fitu og trefjahlutfall oft hærra en stóð á pakkanum.

Lénsdýralæknirinn Emma Anderson segir við sænska útvarpið að ráðist hafi verið í könnun í fyrra eftir mál þar sem hrossakjöt var selt sem nautakjöt. Þá leiki grunur á að ekki sé gætt fyllsta hreinlætis þar sem kjöt er hakkað. Til óhreinna hakkavéla megi mögulega rekja krosssmit. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV