Suðurlandsvegur opnaður eftir umferðarslys

11.01.2018 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  RÚV
Suðurlandsvegur í Flóa, til móts við Bitru í Árnessýslu hefur verið opnaður að nýju eftir alvarlegt umferðarslys vestan við Skeiðavegamót í morgun. Jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Búið er að fjarlægja ökutækin. Hálka er á veginum og á vegum víða um land.
Mynd með færslu
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV