Stelpurnar komnar til Tilburgar

17.07.2017 - 14:32
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Nú styttist hratt í fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Liðið mætir sterku liði Frakka annað kvöld á Willem II vellinum í Tilburg og ferðaðist þangað í dag frá höfuðstöðvunum í Ermelo. Ferðalagið tekur um eina og hálfa klukkustund.

Völlurinn tekur fimmtán þúsund manns í sæti og búist er við að Íslendingar fjölmenni og verði jafnvel um þrjúþúsund eða um helmingur áhorfenda. Bæði lið, Ísland og Frakkland, æfa á vellinum í dag og halda blaðamannafundi og við munum sýna beint frá íslenska fundinum á ruv.is klukkan 16:30. 

Mikil dagskrá hefur verið skipulögð fyrir íslenska áhorfendur í borginni á Pieter Vreedeplein torginu sem er hið glæsilegasta. Þar munu Glowie, AmabAdama og Emmsjé Gauti koma fólki í gírinn fyrir leikinn sem hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. 

Íslenski landsliðshópurinn gistir í Tilburg í nótt en keyrir aftur til Ermelo eftir leikinn annað kvöld.

Mynd með færslu
Edda Sif Pálsdóttir