Sigketillinn dýpkar enn

Mynd með færslu
 Mynd: Hörður Magnússon
Sigketillinn í Öræfajökli heldur áfram að dýpka. Það þýðir að hiti er enn þar undir eða að ketillinn sé að tæma sig, að sögn jarðvísindamanna. Talið er að hann sé nú um 22 metra djúpur.

Vísindamenn flugu yfir svæðið á mánudaginn var, en ekki liggur fyrir hvenær næsta yfirflug verður. Grannt er fylgst með þróuninni. Þessa mynd tók Hörður Magnússon farþegi í vél Icelandair sem var að koma til landsins í gær, en flugstjórinn nýtti gott skyggni til að sýna farþegum  hluta hálendisins og má glöggt greina sigketilinn fremst á myndinni.

 

 

 

 

Mynd með færslu
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV