Sendiherra Venesúela óvelkominn til Kanada

25.12.2017 - 21:02
Mynd með færslu
Stirt er orðið milli Venesúela og Kanada vegna gagnrýni á stjórnarhætti Maduros forseta.  Mynd: EPA
Stjórnvöld í Kanada ráku í dag úr landi stjórnarerindreka í sendiráði Venesúela. Jafnframt var tilkynnt að sendiherra landsins fái ekki að snúa aftur til Kanada. Hann var kallaður heim á dögunum í mótmælaskyni við efnahagslegar refsiaðgerðir Kanadastjórnar gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þau tilkynntu á laugardag að sendifulltrúi í kanadíska sendiráðinu í Caracas og sendiherra Brasilíu yrðu reknir úr landi fyrir að gagnrýna stefnu Nicolasar Maduro forseta og stjórnar hans.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV