Ronaldo er stærri en EM

14.06.2016 - 16:48
epa05334850 Real's Cristiano Ronaldo celebrates after scoring during the penalty shootout of the UEFA Champions League Final between Real Madrid and Atletico Madrid at the Giuseppe Meazza stadium in Milan, Italy, 28 May 2016.  EPA/PETER POWELL
 Mynd: EPA
Leikplanið hjá Portúgal er að koma boltanum á Ronaldo. Plan B er að koma honum enn hraðar til Ronaldo. Guardian segir að ofurstjarnan Ronaldo sé stærri en EM.

Ronaldo er hæstlaunaði íþróttamaður heims og er að hefja leik á sínu fjórða Evrópumóti. Guardian segir að Ronaldo gæti haldið sitt eigið Evrópumót ef hann vildi enda eru auðæfi hans metin á 310 milljónir dala. Það er ansi nálægt þeim 301 milljón evrum sem eru í verðlaunafé á mótinu.

Ronaldo og Ricardo Carvalho eru einu leikmennirnir úr hópnum sem komst í úrslit á Evrópumótinu í Portúgal 2004, þar sem liðið tapaði óvænt fyrir Grikklandi í úrslitaleik. Þá voru Luis Figo og Deco stjörnurnar og enn 4 ár í að Ronaldo yrði valinn knattspyrnumaður ársins.

epa04557538 Portuguese striker Cristiano Ronaldo holds the FIFA Ballon D'or World Player of the Year 2014 award during the FIFA Ballon d'Or 2014 gala held at the Kongresshaus in Zurich, Switzerland, 12 January 2015.  EPA/WALTER BIERI
 Mynd: EPA  -  KEYSTONE

Sagt er að enginn leikmaður sé stærri en keppnin sjálf en Ronaldo er líklega nálægt því. Fylgjendur hans á Twitter eru 42,3 milljónum fleiri en fylgjendur Evrópumótsins 2016. 105 milljón fleiri fylgja Ronaldo á Facebook en Evrópska knattspyrnusambandinu og tökuvélar sjónvarpsmanna eru sem límdar á þessa ofurstjörnu. Guardian segir að markaðsmennirnir hjá UEFA og FIFA þurfi meira á Ronaldo að halda, heldur hann á enn einni keppninni til að trufla sumarfríið.

Ronaldo getur mætt afslappaður til leiks. Hann hefur ekkert að sanna lengur. Hann er nýbúinn að vinna Meistaradeildina í annað sinn með Real Madrid. Hann hafði hægt um sig í úrslitaleiknum í síðasta mánuði en skoraði engu að síður sigurmarkið af vítapunktinum. Hann var markahæstur í keppninni, gerði 50 mörk á síðasta keppnistímabili og er talinn líklegastur til að verða útnefndur knattspyrnumaður ársins. 

epa05334980 Real's Cristiano Ronaldo (L) celebrates with his coach Zinedine Zidane after winning the penalty shootout of the UEFA Champions League Final between Real Madrid and Atletico Madrid at the Giuseppe Meazza stadium in Milan, Italy, 28 May
 Mynd: EPA

Stundum er sagt að Ronaldo hafi ekki verið upp á sitt besta í lokakeppnum með landsliðinu. Frá síðustu Evrópukeppni hefur Ronaldo gert 32 mörk í 43 landsleikjum. Hann hefur gert 6 mörk í síðustu þremur Evrópumótum og er líklegur til að bæta við í sumar. 

Talið er víst að Portúgal spili 4-4-2 leikkerfi sem er í raun byggt utan um Ronaldo sem fái frjálsar hendur eða öllu heldur fætur á vellinum. Kerfið er í raun einfalt. Þegar liðið er ekki með boltann gildir vinnusemi og svo er bara að koma boltanum á Ronaldo. Portúgal er líka með plan B, segir Guardian. Það er að koma boltanum ennþá hraðar á Ronaldo.

 

epa04862841 Real Madrid's Cristiano Ronaldo reacts during the friendly test soccer match between Real Madrid and Inter Milan in Guangzhou, China, 27 July 2015. Real Madrid won 3-0.  EPA/XI YA CHINA OUT
 Mynd: EPA  -  FEATURECHINA

 

Það að Ronaldo sé í frjálsri stöðu og megi vera hvar sem hann kýs á vellinum, þýðir að það er afar erfitt að dekka hann og að tvöfalda á hann. Lars Lagerbäck hefur sagt að ekki standi til að setja yfirfrakka á Ronaldo, það er að setja einn leikmann honum til höfuðs og láta elta hann í hvert fótmál.

Helsta áhyggjuefni Portúgala fyrir mótið hafa verið meiðsl sem hafa hrjáð Ronaldo að undanförnu. Fullyrt að hann hafi náð sér og sé í byrjunarliðinu á móti Íslandi. Öðru máli gegnir um Ricardo Quaresma sem hefði getað hjálpað Ronaldo að skapa færi. Grein Guardian endar á því að minna á að íslenska landsliðið sé afar vel skipulagt og eigi sína stjörnu í Gylfa Sigurðssyni. Íslensku leikmennirnir séu að mæta stærstu stjörnu keppninnar, en geri það óhræddir.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV