Reyna að ná báti af botni Grundarfjarðarhafnar

13.02.2018 - 11:40
Grundarfjörður fyrirtæka atvinna Grundarfjörður fyrirtæka atvinna
 Mynd: Jónsson Jónsson  -  Jóhannes Jóhannes
Stefnt er að því að ná litlum skemmtibát upp af botni Grundarfjarðarhafnar í dag en báturinn sökk á sunnudagsmorgun þegar slæmt veður gekk yfir Snæfellsnes með roki og snjókomu.

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, segir bátinn vera á um 2-3 metra dýpi. Skessuhorn greindi frá því að báturinn sökk.

Báturinn er lítill, opinn skemmtibátur, svokallaður Færeyingur.  Hann er 7,4 metrar á lengd og um 2-3 tonn. Eigandinn segir tjónið nema 3-4 milljónum. Allt sé ónýtt, vélin og siglingatækin, nema skrokkurinn sem er úr plasti. Eigandinn hyggst reyna að ná bátnum upp í dag ásamt kafara.
 

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV