Public Service Broadcasting í Konsert

Barrowland
 · 
EBU
 · 
Eurosonic
 · 
Glasgow
 · 
Live music performance
 · 
Public Service Broadcasting
 · 
Tónlist
 · 
Konsert
Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2  -  Rás 2

Public Service Broadcasting í Konsert

Barrowland
 · 
EBU
 · 
Eurosonic
 · 
Glasgow
 · 
Live music performance
 · 
Public Service Broadcasting
 · 
Tónlist
 · 
Konsert
Mynd með færslu
11.01.2018 - 13:14.Ólafur Páll Gunnarsson.Konsert
Í konsert í kvöld förum við á tónleika með Public Service Broadcasting sem EBU hljóðritaði 6. nóvember sl. í Barrowland í Glasgow.

P.S.B. er alveg hreint svakalega skemmtileg og sérstök hljómsveit þar sem afbragðs spilamennska og hugmyndaauðgi fara saman.

P.S.B. er tríó í dag en var upphaflega "eins manns band" J. Willgoose, esc. frá London sem er klár náungi og örlítið nördalegur.

Hann byrjaði að búa til músík heima í herbergi eins og gengur,  var að leika sér að spila og búa til músík með raf-hljóðfærum og græjum, en var líka rafmagnsgítar. Og hann datt niður á ansi skemmtilega huigmynd fyrir þegar hann var að byrja að feta sig áfram, en það var að búa til músík í kringum sömpl úr kvikmyndum, talað mál yfirleitt úr heimildamyndum sem hann fann á netinu, oftar en ekki myndir frá British film institute.

Fyrsta plata P.S.B. heitir Inform, Educate, Entertain; Upplýsa, mennta og skemmta.

Þar eru lög sem fjalla um fyrstu gönguna á Mount Everest, um umferðaröryggi, um tilkomu litasjónvarpsins og smíði Spitfire flugvélarinnar sem sigraði orrustuna um Bretland á sínum tíma. Síðan hafa komið út tvær stórar plötur til viðbótar og núna í sumar kom sú nýjasta; Every Valley og sveitin er um þessar mundir að fylgja henni eftir.

Það má kannski segja að PSB sé "elektró-band" sem spilar á gítar-bassa og trommur. Virkilega skemmtilegt. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina í stúdíói hjá vinum Rásar 2 á útvarpsstöðinni KEXP í Seattle.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
olipalli@ruv.is