Plokkfiskur pantaður á ensku

Bókmenntir
 · 
Íslenskt mál
 · 
Morgunvaktin
 · 
Menningarefni

Plokkfiskur pantaður á ensku

Bókmenntir
 · 
Íslenskt mál
 · 
Morgunvaktin
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
09.07.2017 - 19:08.Óðinn Jónsson.Morgunvaktin
„Höfundi leyfist allt mögulegt í sérvisku og orðalagi og enginn dregur það í efa en ef rekist er á eitthvað í þýðingu, sem þykir sérviskulegt eða einkennilegt, þá er það viðkvæmara,“ segir Halla Kjartansdóttir. Hún hefur þýtt 16 bækur og 4 eru á leiðinni. Á sínum tíma þýddi Halla þrjár bækur Stiegs Larsson og bráðlega kemur út þýðing hennar á annarri framhaldsbók Davids Lagercrantz um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander. Þá er hún líka að þýða bók eftir norska spennusagnahöfundinn Jo Nesbø.

Hún hefur þýtt 16 bækur og 4 eru á leiðinni. Á sínum tíma þýddi Halla þrjár bækur Stiegs Larsson og bráðlega kemur út þýðing hennar á annarri framhaldsbók Davids Lagercrantz um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander. Þá er hún líka að þýða bók eftir norska spennusagnahöfundinn Jo Nesbø.

Bækurnar hafa áhrif

„Það er áratugur síðan ég byrjaði á fyrstu bók Stiegs Larsson. En mér finnst þjóðfélagið hafa breyst svo hratt á þessum eina áratug. Það sem Larsson var að skrifa um í fyrstu bókinni, Karlar sem hata konur, lesum við daglega um í blöðunum í dag. Þá var þetta myrkur heimur sem hann var að fletta ofan af. Kannski eru fjölmiðlarnir duglegri. Svona bækur hafa einhver áhrif.“ Nú er það önnur framhaldsbók Davids Lagercrantz, sem væntanleg er. Halla hefur skilað sínu verki en hún og aðrir þýðendur voru í sambandi við höfundinn á meðan á þýðingarvinnunni stóð. Hún segir að þetta hafi verið gaman. „Það er spennandi að þýða bækur sem ekki eru komnar út. Það er allt önnur tilfinning. Þá nær maður tengingu við höfundinn, sem er að breyta hinu og þessu.“

Góðar þýðingar mikilvægar

Halla Kjartansdóttir segir mikilvægt fyrir íslenskt málsamfélag að fá góðar þýðingar úr erlendum tungumálum. Þannig sé náð til stórs lesendahóps, t.d. þeirra sem vilja lesa reyfara. „Ég lít á þetta sem málræktarstarf líka.“
Það er mikilvægt fyrir íslenska menningu að tengjast hugmyndaheimi annarra þjóða í gegnum þýðingar. „Við sjáum að við erum bara heimsþorp. Við skerum okkur ekki eins mikið úr eins og við gjarnan viljum halda.“

Mynd með færslu
 Mynd: SL  -  boomsbeat

Áhyggjur af stöðu tungunnar

Á Morgunvaktinni ræddi Halla Kjartansdóttir stöðu íslenskunnar. Hún viðurkenndi að hún hefði eins og aðrir áhyggjur af stöðu tungu okkar vegna hraðra breytinga. Enskan tröllríði öllu sem viðskiptamál. „Meira að segja í Kaffivagninum þegar ég pantaði mér plokkfisk! Það vara bara plokkfiskur og rúgbrauð og ég þurfti að nota enskuna við þjóninn.“

Þýðandinn biðlar til allra, ekki síst unga fólksins, að nota og auðga tunguna okkar: „Það gerir þetta enginn fyrir okkur.

Tengdar fréttir

Íslenskt mál

Samfélagið þarf að kenna íslensku