Orð*um valdníðslu, valdbyltingu og #metoo

Bókmenntir
 · 
Orð um bækur

Orð*um valdníðslu, valdbyltingu og #metoo

Bókmenntir
 · 
Orð um bækur
Mynd með færslu
14.02.2018 - 17:56.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.Orð um bækur
Laugardaginn 17. febrúar kl. 16:05 er fjallað um vald, valdníðslu, valdbyltingu og #metoo, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.

Skáldsagan The Power eftir Naomi Alderman kom út í Bretlandi árið 2016 og hefur vakið mikla athygli þar í landi og vestanhafs. Sagan fjallar um vald í kynjakerfinu, hvað myndi gerast ef valdajafnvægi kynjanna umhverfðist á svipstundu þegar konur öðluðust rafmagnaðan ógnarkraft og fengu vald yfir veikburða karllíkömum.

Skáldsaga Alderman hefur notið gífurlegum vinsældum síðustu misserin, á tímum nýrra samræðna sem drifnar eru áfram af hispurslausum sögum sem konur segja af valdbeitingu karla á vinnustað; sögum sem sagðar eru undir myllumerkinu #metoo eða #églíka og varpa ljósi á valdaaðstöðu karla í samfélagi okkar; sögum sem afhjúpa hvernig valdi er beitt miskunnarlaust og hugsunarlaust til að viðhalda þessari sömu valdastöðu.

Í Orð*um bækur segir þáttarstjórnandi frá The Power eftir Naomi Alderman og The Handmaid‘s Tale eftir Margaret Atwood, ræðir við Jónínu Leósdóttur um samfélög skáldkvenna og sérstök bókmenntaverðlaun kvenna, og veltir fyrir sér mögulegum sviptingum í bókmenntaheiminum og bókaútgáfu í kjölfar #metoo-umræðunnar.

Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesarar með henni eru Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson. Tæknimaður er Einar Sigurðsson.