ÓL 2018: Samantekt frá degi 5

14.02.2018 - 22:35
Alls voru fjórir Ólympíumeistarar voru krýndir á þessum fimmta keppnisdegi Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang í Suður-Kóreu. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá sérstaka samantekt frá því helsta frá keppnisdeginum.

Shaun White frá Bandaríkjunum bar sigur úr býtum í keppni í hálfpípu karla á snjóbrettum á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu í nótt eftir ótrúlega spennandi keppni. Hann er sigursælasti keppandi allra tíma á snjóbrettum.

Þjóðverjarnir Tobias Arlt og Tobias Wendl unnu gull í tvímenningi í sleðakeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Þjóðverjinn Eric Franzel vann einnig gull í dag en hann keppti í 10 kílómetra skíðagöngu.

Þá vann hin hollenska Jorien Ter Mors 1000 metra skautaat kvenna.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður