Nýr útvarpssendir vestan Öræfa

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Elín Jóhannsdóttir  -  Vegagerðin
RÚV hefur bætt við FM sendi í Skaftafelli til að efla útsendingar Rásar 2 undir vestanverðum Vatnajökli. Sent er út á tíðninni 101,5 MHz.

Íbúar í Öræfum hafa lýst áhyggjum af því að víða náist útvarpsútsendingar illa auk þess sem farsímasambandið sé stopult. Starfsmenn Vondafone hafa unnið að því að styrkja farsímakerfið á svæðinu.

Ef til eldgos kemur, munu almannavarnir láta fólk á hættusvæði vita með sms-sendingum í farsíma og útvarpið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum á framfæri. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV