Norræna bíður af sér veðrið

12.01.2018 - 09:54
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Um 80 farþegum sem komu með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar miðnætti var ráðið frá því að halda yfir Fjarðarheiði vegna veðurs. Fólkið fékk að gista í ferjunni en þar gistu líka um um 30 farþegar sem ætluðu burt með Norrænu í nótt.

Brottför var frestað vegna veðurs og er áætlað að ferjan leggi úr höfn klukkan 2 í nótt og jafnvel fyrr ef veður leyfir. Áætlun hefur seinkað en Norræna var lengur í slipp um jól og áramót en búist var við. Stormur og slagveðursrigning ganga nú yfir Suðausturland og Austfirði. Veðurstofan varar við vaxtavöxtum sérstaklega í Lóni og Álftafirði og auknum líkum á skriðuföllum. Hálka er á Möðrudalsöræfum milli Egilsstaða og Mývatns en aðrir helstu vegir á Austurlandi eru orðnir auðir enda fylgir hlýtt loft lægðinni og hnúkaþeyr. Klukkan 9 mældist 11 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og 10 stig á Seyðisfirði. Flugfélag Íslands hefur ekki flogið til Ísafjarðar og Egilsstaða í morgun, næsta athugun til Ísafjarðar er klukkan 11:15 en til Egilsstaða 13:15.

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV