Norður Kórea býr nú yfir kjarnaoddum

09.09.2016 - 06:30
epa05531257 South Koreans watch a North Korean news speaker during a TV broadcast at the station in Seoul, South Korea, 09 September 2016. A magnitude-5.3 earthquake was detected in northeastern North Korea on 09 September, the South Korean military and
Íbúar í Suður Kóreu fylgjast með fréttaþul lesa tilkynningu um tilraunasprenginguna  Mynd: EPA
Eftir tilraun Norður Kóreumanna með kjarnorkusprengju í nótt, er ljóst að yfirvöld í Pyong Yang búa nú yfir kjarnaoddum sem hægt er að setja á eldflaugar. Kínverjar hafa mótmælt tilraun nágranna þeirra harðlega.

Kínverjar, helstu bandamenn stjórnvalda í Pyong Yang, skora á þau að virða skuldbindingar sínar til eyðingu kjarnavopna, fylgja ákvörðunum Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna og hætta strax þeim aðgerðum sem gætu gert ástandið verra. Kínverjar lögðu til að málið yrði rætt milli Kóreu ríkjanna tveggja, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna auk Kína. Viðræður þessara ríkja um lausn á Kóreuskaga hafa verið dregnar á langinn undir forsæti Kínverja. Samskipti Kína og Norður Kóreu hafa versnað undanfarin ár vegna áherslu yfirvalda í Pyong Yang á kjarnorkutilraunir sínar. Kim Jong-Un hefur til að mynda ekki enn heimsótt Peking, eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum eftir að faðir hans lést árið 2011.