Neita að ógilda handtökuskipan

13.02.2018 - 15:54
epa06500567 (FILE) - Wikileaks founder Julian Assange speaks to reporters on the balcony of the Ecuadorian Embassy in London, Britain, 19 May 2017 (reissued 06 February 2018). Media reports on 06 Februray 2018 state that the British arrest warrant against
Julian Assange ræðir við fréttamenn á svölum sendiráðs Ekvadors í Lundúnum.  Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Dómstóll í Lundúnum hafnaði því í dag að afnema handtökuskipan á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks uppljóstrunarvefjarins. Lögmenn Assanges fóru fram á að handtökuskipunin yrði afturkölluð á þeirri forsendu að hún væri ekki lengur í þágu almannahagsmuna.

Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvadors í Lundúnum frá árinu 2012. Yfirvöld í Svíþjóð fóru fram á að hann yrði tekinn höndum og framseldur vegna kynferðisbrota þar í landi. Rannsókn málanna hefur verið hætt í Svíþjóð. Bresk handtökuskipun er þó enn í gildi þar sem Assange er sagður hafa brotuð gegn skilyrðum um að fá að ganga laus gegn tryggingu.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV