Með fulla vasa af grjóti

Afþreying
 · 
Leiklist
 · 
RÚV
 · 
Menningarefni

Með fulla vasa af grjóti

Afþreying
 · 
Leiklist
 · 
RÚV
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
02.10.2017 - 09:20.Vefritstjórn.RÚV
Leiksýningin Með fulla vasa af grjóti var sýnd í beinni útsendingu á RÚV frá Þjóðleikhúsinu þann 1. október. Verkið er eftir Marie Jones og fjallar um tvo náunga sem ráða sig sem aukaleikara í Hollywood-kvikmynd sem tekin er upp í nágrenni lítils þorps á vesturströnd Írlands. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara með öll hlutverkin í þessu fyndna og hugljúfa verki. Leikstjóri: Ian McElhinney. Stjórn útsendingar: Egill Eðvarðsson.

Stefán Karl skrifaði hugljúfa kveðju til allra sem að sýningunni stóðu á Facebook-síðu sinni en sérstakar kveðjur fær Hilmir Snær, mótleikari hans í sýningunni. „Hilmir er stórkostlegur listamaður og alger unun að fá að leika með honum, hann er gefandi á sviðinu og það er alveg sama hvað maður kemur með nýtt eða reynir að koma honum á óvart, það er eins og hann viti alltaf hvert persónan sem hann leikur er að fara og hvaðan hún er að koma og það eru forréttindi að fá að leika með svona leikara, sannkölluðum stórleikara.“