Litlar breytingar í sigkatli í Öræfajökli

Mynd með færslu
 Mynd: Hörður Magnússon
Sigketilinn í Öræfajökli breyttist lítið frá 11. desember til 5. janúar. Rúmmálið hefur minnað aðeins en munurinn er þó ekki marktækur, að því er fram kemur á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sennilegt er að dregið hafi nokkuð úr afli jarðhitans undanfarnar vikur. Dálítil lækkun mældist á jökulyfirborði á nokkur hundruð metra breiðu svæði norðaustan til í öskjunni. Þar kemur fram 3 til 4 metra lækkun á tímabilinu. Mögulegt er að það séu merki um jarðhita undir jöklinum en of snemmt er að kveða upp úr um það enn sem komið er. 

Nánar má lesa um sigketilinn á vef Jarðvísindastofnunar