Krefjast ógildingar úrslita

27.12.2017 - 16:36
epa06403238 Former Honduran president and general coordinator of the Opposition Alliance, Manuel Zelaya, joins supporters of the Alliance during demonstrations, in Tegucigalpa, Honduras, 22 December 2017.  Zelaya, condemned the United States for
Manuel Zelaya, fyrverandi forseti Hondúras, í mótmælum stjórnarandstæðinga í síðustu viku.  Mynd: EPA-EFE  -  EFE
Stjórnarandstæðingar í Hondúras hafa lagt fram kröfu um að úrslit forsetakosninganna í landinu í síðasta mánuði verði úrskurðuð ógild. Þeir segja að brögðum hafi verið beitt til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Juans Orlandos Hernandez.

Manuel Zelaya, fyrrverandi forseti Hondúras, afhenti kjörstjórn kröfugerð stjórnarandstöðunnar í dag og sagði að brögð hefðu verið í tafli í kosningunum 26. nóvember, meðal annars við talningu atkvæða. 

Hernandez hefði þannig verið tryggður sigur, en stjórnarandstöðuleiðtoginn Salvador Nasralla væri lögmætur sigurvegari kosninganna.

Þegar fyrstu tölur voru birtar að loknum kosningum benti flest til að Nasralla færi með sigur af hólmi, en þá var nokkrum sinnum gert hlé á talningu og úrslit ekki tilkynnt fyrr en viku eftir kosningar. Hernandez var þá lýstur sigurvegari með naumum mun.

Samkvæmt kjörstjórn hlaut Hernandez 42,95 prósent atkvæða, en Nasralla 41,42 prósent.

Mannskæð mótmæli blossuðu upp eftir að úrslit voru kynnt, en Nasralla játaði sig sigraðan fyrir fimm dögum, eftir að Bandaríkjastjórn hafði lagt blessun sína yfir endurkjör Hernandez.

Eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Samtökum Ameríkuríkja, OAS, gerðu ýmsar athugasemdir við kosningarnar. OAS lýsti yfir stuðningi við kröfur stjórnarandstöðunnar um nýjar kosningar áður en Nasralla gafst upp.