Kínverjar kaupa 184 Airbus þotur

10.01.2018 - 08:03
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti
epa01734375 Two reporters capture images of the first Airbus 320 passenger plane made in China as it makes its first test flight in the airport in north China's Tianjin Municipality, 18 May 2009.  Airbus has a plant in Tianjin to assemble A320 planes
Fyrsta Airbus A320 þotan sem smíðuð var í Kína tilbúin til flugtaks.  Mynd: EPA  -  FeatureChina
Kínverjar hafa pantað 184 Airbus A320 farþegaþotur fyrir 13 kínversk flugfélög. Kaupsamningurinn hljóðar upp á að minnast kosti 18 milljarða dollara, en hver Airbus A320 farþegaþota kostar á bilinu 99 til 108,4 milljóna dollara.

Tilkynnt var um kaupsamninginn í tengslum við opinbera heimsókn Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, til Kína þar sem hann hefur átt viðræður við Xi Jinping Kínaforseta. Þeir hafa jafnframt verið viðstaddir þegar nokkrir viðskiptasamningar voru undirritaðir. Ekki hefur verið greint frá heildarverðmæti þeirra.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV