Keflavík bikarmeistari í 15. sinn - Viðtöl

13.01.2018 - 18:52
Keflavík varð í dag bikarmeistari í 15. sinn er liðið vann 11 stiga sigur á Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins, lokatölur 74-63. Er þetta annað árið í röð sem Keflavík hampar titlinum.

Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við Emblu Kristínardóttur, Thelmu Dís Ágústsdóttur sem og Sverri Sverrisson þjálfara liðsins.

Embla var stigahæst allra í Keflavíkur liðinu með 20 stig en Thelmda Dís kom þar á eftir með 16 stig. Einnig má sjá myndbrot af fagnaðarlátum Keflvíkinga í leikslok.

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski  -  RÚV
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður