Jólagjafir auglýstar á aðfangadagskvöld

25.12.2017 - 17:10
epa06402375 Wang Wang, a male panda, receives festive treats at the Adelaide Zoo in Adelaide, Australia, 22 December 2017.  EPA-EFE/ROY VANDERVEGT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Ástralski pöndubjörninn Wang Wang virðst kunna vel að meta jólagjafir sínar.  Mynd: EPA-EFE  -  AAP
Of stórir skór eða of litlir, peysa í lit sem þiggjandi hefur aldrei kunnað að meta, eða miðar í leikhús eða á tónleika sem aldrei verða notaðir. Hvað verður um gjafirnar sem missa marks? Svíar virðast ekki skirrast við það að auglýsa þær til sölu á netinu um leið og búið er að taka utan af þeim. Í frétt á vef sænska sjónvarpsins er rætt við Linneu Aguero hjá smáauglýsingasíðunni Blocket. Þar segir að strax á aðfangadagskvöld hrúgist inn auglýsingar þar sem hlutir eru falboðnir.

Aguero segir að sjaldnast segi auglýsendur að þá hafi bara ekkert langað í umræddan hlut, af ótta við að það strjúki gefandanum, sem kannski rekst á auglýsinguna öfugt. Frekar megi sjá orðalag á borð við „aldrei notað, keypti óvart, eða í upprunalegum umbúðum." Aguero vill þó ekki afdráttarlaust gera því skóna að menn séu að selja eitthvað sem þeir vildu ekki fá. Sumir vilji rýma til fyrir því sem þeir fengu. Þá spyr hún hvort þetta þýði ekki bara að fólk vilji sporna við sóun og koma hlutum í brúk í stað þess að þá dagi upp heima. Það hljóti að vera jákvætt. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV