Jazzhátíð haldin í 28. skiptið

Jazzhátíð í Reykjavík 2017
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd:  -  Pexels

Jazzhátíð haldin í 28. skiptið

Jazzhátíð í Reykjavík 2017
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
09.08.2017 - 15:17.Nína Richter
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í dag, og líkt og undanfarin ár verður gestum hátíðar boðið upp á veglegt úrval efnis frá framsæknum nýliðum auk þess að fá að upplifa flutning gamalreyndra goðsagna í greininni.

Rás 1 mun senda hátíðina út á Rás 1 og mun Pétur Grétarsson hafa umsjón með útsendingunni. Hann segir hátíðina ávallt hafa verið vettvang fyrir það nýjasta alþjóðlega, og stökkpall fyrir íslenska listamenn. 

Fyrsta jazzhátíðin var 1990 og hét þá Norrænir útvarpsdjassdagar. Ólafur Þórðarson stóð að baki stofnunar hátíðarinnar en RÚV kom að framleiðslunni frá upphafi. Árið 1991 kom jazzdeild FÍH inn í samstarfið, en síðar þróaðist hátíðin að sinni núverandi mynd, Jazzhátíð Reykjavíkur.

Dagskráin fer fram í Hörpunni þetta árið. Að sögn Péturs verður hápunktur hátíðarinnar mjög spennandi dagskrá siðasta daginn, laugardaginn 12. ágúst, en þá koma fram kvartettinn Melismetiq, goðsögnin Fred Hersch og að lokum Jazzsveit Þrándheims ásamt Ole Morten Vågan, sem leika framsækinn djass með norrænum stefum.  

Að auki verður bein útsending frá hátíðinni í þættinum Hátalaranum á Rás 1 á föstudaginn. „Það verða margir gesta okkar úr listamannahópi hátíðarinnar og líka djass, bæði svona og hinsegin," segir Pétur.

Að auki verður dagskráin aðgengileg í beinu streymi á vef RÚV. Hægt er að nálgast upplýsingar um aðgang og yfirlit yfir dagskrá hátíðarinnar á vefsvæði Jazzhátíðar Reykjavíkur, hér.

Dagskrá Rásar 1 verður sem hér segir:

Miðvikudagur kl. 19:00
Bein útsending frá tónleikum kvartetts Jóels Pálssonar og söngvarans og básúnuleikarans Valdimars Guðmundssonar í Norðurljósasal Hörpu. Kvartettinn skipa Jóel Pálsson á saxófóna, Eyþór Gunnarsson á píanó, Einar Scheving á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa.

Umsjón: Pétur Grétarsson.

Miðvikudagur kl. 20:00
Bein útsending frá tónleikum Tineke Postma Four kvartettsins í Norðurljósasal Hörpu. Kvartettinn skipa saxófónleikarinn Tineke Postma, Marc van Roon á píanó, Brice Soniano á kontrabassa og Tristan Renfrow á trommur.

Umsjón: Pétur Grétarsson.

Laugardagur kl.19:00
Bein útsending frá tónleikum hljómsveitarinnar Melismetiq í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitina skipa Ari Bragi Kárason á trompet, Shai Maestro á píanó, Rick Rosato á bassa og Arthur Hnatek á trommur.

Umsjón: Pétur Grétarsson.

Laugardagur kl. 20.30
Bein útsending frá tónleikum Fred Hersch tríósins í Eldborgarsal Hörpu. Með píanóleikaranum Fred Hersch leika John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur.

Umsjón: Pétur Grétarsson.