Isak sáttur með frammistöðuna

13.02.2018 - 14:23
Skíðagöngumaðurinn Isak Stianson Pedersen, einn af fimm keppendum Íslands í PyeongChang, þreytti frumraun sína á Ólympíuleikum þegar hann keppti í sprettgöngu í PyeonChang í morgun. Hann er sáttur með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undanrásum.

Isak var með rásnúmer 71 en náði 55. sæti svo segja má að hann hafi hækkað sig um 16 sæti. „Þetta var mjög gaman og ég er ánægður með mína fyrstu Ólympíuleika. Þetta var svolítið erfitt í síðustu brekkunni.“

Þetta er besta frammistaða Isaks á alþjóðlegu móti hingað til og kemur til með að bæta punktastöðu hans á heimslistanum. „Það var rosalega gaman að hitta á svona gott form á Ólympíuleikum.

Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður

Tengdar fréttir