Isak í 55. sæti

Isak Stianson Pedersen varð í dag í 55. sæti í sprettgöngu á Ólympíuleikunum í Peyongchang í Suður-Kóreu.

Keppt var í undanrásum í sprettgöngu karla í morgun og er fyrirkomulagið þannig að þrjátíu bestu tímarnir komast áfram í milliriðla.  

Isak átti flotta göngu og endaði í 55. sæti af 79 keppendum.  Hann endaði 16 sekúndum á eftir fremsta manni, Ristomatti Hakola frá Finnlandi. Í sprettgöngu karla er brautin 1,4 kílómetrar. Ísak fór brautina á 3 mínútum og 24,57 sekúndum.

Bein útsending frá úrslitum karla og kvenna í sprettgöngu hefst klukkan 10:50 á RÚV. 

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður