Innkalla 514 Nissan Navara bíla

20.12.2017 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Bílasalinn BL hefur tilkynnt til Neytendastofu um innköllun á Nissan Navara D40 árgerð 2005 til 2012, alls 514 bifreiðar. Í tilkynningu á vef Neytendastofu kemur fram að ástæðan sé sú að grunur sé um óeðlilega tæringu í grind bílanna.

Þær bifreiðar sem þegar hafi verið skoðaðar verði kallaðar aftur inn til skoðunar svo hægt sé að skoða grind þeirra betur. Sé grindin í lagi verði hún varin með sérstökum efnum til að verja hana fyrir skemmdum. BL hyggst hafa samband við eigendur bíla af þessari tegund. 
 

epa000427035 NISSAN President French Carlos Ghosn (L) poses for photos during the presentation of new Nissan Navara,  during press preview on Thursday, 05 May 2005 in Barcelona where the XXXII Barcelona International Motor Show kicks off Friday. The
 Mynd: EPA
Myndin er tekin við kynningu á Nissan Navara þegar hann kom á markað árið 2005.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV