Himnaríki og helvíti - Jón Kalman Stefánsson

Bók vikunnar
 · 
Bókmenntir
 · 
Himnaríki og helvíti
 · 
Jón Kalman Stefánsson
 · 
Bók vikunnar

Himnaríki og helvíti - Jón Kalman Stefánsson

Bók vikunnar
 · 
Bókmenntir
 · 
Himnaríki og helvíti
 · 
Jón Kalman Stefánsson
 · 
Bók vikunnar
12.01.2018 - 16:29.Halla Harðardóttir.Bók vikunnar
Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson er bók vikunnar á Rás 1.

Himnaríki og helvíti  er fyrsta bókin í þríleik Kalmans en á eftir henni komu Harmur englanna og Hjarta mannsins. Sýningin Himnaríki og helvíti sem sýnd er um þessar mundir í Borgarleikhúsinu er byggð á þessum þríleik, um Strákinn í Plássinu og örlög fólksins þar sem ráðast af alltumlykjandi náttúrunni; hafinu, fjöllunum, veðrinu og innra lífi manneskjunnar.

Bækur Jóns Kalmans hafa vakið athygli langt út fyrir landssteinana og verið þýddar á fjölda tungumála. Höfundurinn hefur margsinnis verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda og Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem hann hlaut árið 2015.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á höfundinn segja nánar frá því hvað verkið fjallar um og hlýða á hann lesa fyrsta kafla bókarinnar.

Auður Aðalsteinsdóttir ræddi við Ástu Sigmundsdóttur og Fríðu Björk Ingvarsdóttur um bókina. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér:

Tengdar fréttir

Menningarefni

Allur hasarinn úr bókum Jóns Kalmans

Leiklist

Barátta milli hins karllæga og kvenlæga

Bókmenntir

Jón Kalman spilar á strengi lesenda

Bókmenntir

Það er auðvelt að gleyma sér í heimi Ástu