Hamingjustund með hangandi hendi

Gagnrýni
 · 
Poppland
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts
 · 
Menningarefni

Hamingjustund með hangandi hendi

Gagnrýni
 · 
Poppland
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
06.10.2017 - 11:26.Arnar Eggert Thoroddsen.Poppland
Goðsögnin Raggi Bjarna leiðir Karl Orgeltríó um skemmtilega plötu þar sem kerknislegar ábreiður eru í forgrunni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Hin „hangandi“ hendi er eitt af einkennismerkum Ragnars Bjarnasonar sem var orðinn atvinnumaður í söng áður en rokkið varð til. Já, ferill Ragnars er orðinn ótrúlega langur og merkilegt hvernig ferill hans gekk í gegnum endurnýju lífdagana fyrir röskum tveimur áratugum, endurfæddur sem eitursvalur krúnukall („crooner“) af gamla skólanum og áberandi sem slíkur, til happs og hamingju fyrir yngri kynslóðir sem hafa getað notið þess að heyra mann sem „var þarna“ syngja af sinni einstöku list.

 

 

Slatti

Raggi hefur sett í slatta af plötum undanfarin ár og nú vinnur hann með Karl Orgeltríó, skipað þeim Karli Olgeiri Olgeirssyni (hammond, raddir), Ásgeiri Jóni Ásgeirssyni (gítar, bouzouki, raddir) og Ólafi Hólm Einarssyni (trommur, slagverk, raddir). Á efnisskránni eru mestmegnis erlend lög af alls kyns toga en einnig eru hér tvö frumsamin lög eftir Karl. Það er skemmtilegt hvernig erlendu lögin eru samsett, við erum með lag eins „From Russia with Love“, sem er eins og sérsniðið að stíl Ragga og þeim skóla sem hann tilheyrir en einnig eru hér lög sem Spandau Ballet („To Cut a Long Story Short“) og Blondie („Call me“) gerðu fræg. Fyndið líka að setja annað „Call me“ lag í pottinn, en hér er um að ræða lagið sem Petula Clark gerði fyrst frægt árið 1965. Þá eru hér og tvö lög eftir GusGus og Björk („Ladyshave“ og „I‘ve Seen it All“). Þessi tvö síðastnefndu finnst mér lökust, það er eitthvað sem gengur ekki upp þar. Rennslið í gegnum Spandau Ballet og Blondie, eitthvað sem gæti flokkast sem einnota brandari, er hins vegar firnafínt og til vitnis um glúrni og útsetningarfærni Karls og félaga. Spandau lagið er nánast óþekkjanlegt en takan er flott og Blondie-lagið virkar vel, Raggi raular sig í gegnum það af öryggi og reisn þess sem þarf ekki að sanna nokkurn skapaðan hlut fyrir neinum lengur. Lög Karls jarðtengja okkur þá dálítið, eru „íslensk“ og henta Ragga vel.

 

Til fyrirmyndar

Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um spilamennskuna hérna sem er til stakrar fyrirmyndar; samspil tríósins er með miklum ágætum og ósungnir sólókaflar skreytta lögin smekklega. Ég vil þá sérstaklega geta umslagshönnunar sem fangar þennan fortíðaranda sem lagt er upp með fullkomlega. Svona verkefnum er auðvelt að klúðra en Karl og félagar gera hér virkilega vel og gott betur meira að segja.

 

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Happy hour með Ragga Bjarna

Tónlist

Fjórhöfða erindreki

Tónlist

Horfum til himins, með höfuðið hátt

Menningarefni

Með hjartað upp á gátt