Gylfi Þór byrjaði er Everton tapaði stórt

13.01.2018 - 19:38
epa06436507 Tottenham Hotspur's Harry Kane (L) scores his teams third goal during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Everton at Wembley Stadium, London, Britain, 13 January 2018.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Everton tapaði 4-0 fyrir Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn. Þá spilaði Birkir Bjarnason síðari hálfleik í 1-0 sigri Aston Villa á Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Aðrir Íslendingar spiluðu minna.

Gylfi var að venju á vinstri væng Everton en tyrkneski framherjinn Cenk Tosun spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag. 

Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Harry Kane tvívegis áður en Christian Eriksen fullkomnaði sigur heimamanna. Lokatölur 4-0 og Tottenham koma á fullri ferð inn í nýja árið.

Sigurinn þýðir að Tottenham er nú með jafn mörg stig og Liverpool eða 44 talsins. Liverpool á hins vegar leik til góða en þeir mæta Manchester City á morgun. Everton er hins vegar í 9. sæti með 27 stig.

Í ensku B-deildinni spilaði Birkir Bjarnason síðari hálfleikinn í 1-0 útisigri Aston Villa á Nottingham Forest. Birkir kom inn á fyrir Glenn Whelan sem var djúpur á miðjunni og virðist sme Birkir hafi spilað þá stöðu í dag.

Sigurinn kemur Aston Villa upp í 4. sæti deildarinnar en þeir fóru yfir Bristol City sem tapaði leik sínum í dag. Bæði lið eru með 47 stig en Villa er með betri markatölu.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði síðustu mínúturnar í 1-0 tapi Bristol City gegn Norwich City. Þá var Jón Daði Böðvarsson á varamannabekk Reading sem gerði 0-0 jafntefl við Hull City og Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff City en hann er að jafna sig eftir aðgerð á ökkla.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan í ensku B-deildinni.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður