Gengur á með hvössum éljum

14.01.2018 - 08:04
Mynd með færslu
 Mynd: Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Í dag mun ganga á með suðvestanátt með hvössum éljum, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Snýst til norðvestanátt snemma í fyrramálið, fyrst á Vestfjörðum, en hægari suðlæg eða breytileg átt franan af degi. Í athugasemd frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar er ferðalöngum bent á að leggja ekki í hann nema að vel athuguðuð máli.

Síðan er að sjá að norðlægar áttir með snjókomu á köflum eða éljum ráði ríkjum nyrðra út vikuna, en yfirleitt þurrt sunnantil á lanindinu. Frost um mest allt land.

Í athugasemd veðurfræðings er varað við mjög hvassri suðvestanátt með éljum og það kólnar. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni. Reikna megi með miklu vonskuveðri og stórhríð á Norðvesturlandi og Ströndum um tíma fram undir hádegi.

Á vef Vegagerðarinnar er varað við stórvarasömum hviðum í vestanverðum Eyjafirði. „Ekki ólíklega einnig í Skagafirði á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.  Ferðalöngum er bent á að leggja ekki í hann nema að vel athuguðu máli.“  

Mynd með færslu
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV