Franskar konur líkja #metoo við stalínisma

epa06350180 A feminist activist wears as 'Marianne' costume symbol of the French Republic, with the #MeToo hastag holds a poster reading 'Liberty Equality Sisterhood' during the International Day for the Elimination of Violence Against
 Mynd: EPA
Metoo-hreyfingin hefur orðið kveikja að átökum innan femínískra menningarheima, en nokkrar deilur hafa sprottið í Frakklandi vegna málsins. The Guardian fjallaði um málið í síðustu viku undir fyrirsögninni: „Catherine Deneuve segir að mönnum eigi að vera frjálst að reyna við konur“. Hundrað franskar konur hafa skrifað undir opið bréf sem á síðustu dögum hefur klofið franska femínista í fylkingar.

Deneuve, ásamt 99 öðrum frönskum áhrifakonum skrifaði undir opið bréf sem gagnrýndi metoo-hreyfinguna og frönsku systurhreyfingu #metoo sem kallast #balancetonporc [ís. „segðu frá svíninu“]  og voru þátttakendur sakaðir um ritskoðunarstefnu og skort á umburðarlyndi.

epa06429304 (FILE) - French actress Catherine Deneuve poses on the occasion of a photocall one day before the 'Cinema for Peace' Gala in Berlin, Germany, 12 February 2017 (reissued 10 January 2018). Deneuve is one of 100 women who wrote an open
 Mynd: EPA
Catherine Deneuve er ein frægasta leikkona Frakka, og hefur skipað sér í fremstu línu gagnrýnenda #Metoo

Deneuve er þó ekki forsprakki hópsins á bakvið bréfið heldur er það hin 41 árs gamla fransk-íranska Abnousse Shalmani. Shalmani fæddist í Tehran og ólst upp undir ægivaldi Ayahtollah Khomeini þangað til foreldrar hennar flúðu til Parísar árið 1985. Hún sagði sögu sína í bók sem kom út árið 2014, Khomeini, Sade et Moi þar sem hún lofar franska hugsuði á borð við Victor Hugo og Marquis de Sade og þakkar þeim fyrir að hafa kennt sér að vera frjáls kona og kynvera, fjarri slæðu Múhameðstrúar.

Konur afskrifaðar sem meðsekir svikarar

Agnés Poirier hjá The Guardian lýsti bréfinu og sagði það beinskeytt og umbúðalaust að frönskum sið en sérlega illa skrifað: „Fullt af klaufalegum bútum sem eru höfundunum til minnkunar.“ Í bréfinu segja frönsku konurnar metoo-hreyfinguna gegn kynferðisáreitni litast af hreintrúarstefnu sem er lítið annað en púrítanískur áróður.“ Þær fullyrða að á meðan nauðgun sé vissulega glæpur, er það að reyna að táldraga einvern, jafnvel ítrekað eða á klaufalegan máta, sé ekki kynferðisáreitni. Sömuleiðis taka þær fram að herramennska sé ekki áreitni.

epa06287993 European Parliament member Bronis Rope from the Group of the Greens/European Free Alliance sits next to a placard with the hashtag MeToo (#MeToo) during a debate to discuss preventive measures against sexual harassment and abuse in the EU at
 Mynd: EPA
#Metoo plagg á Evrópuþinginu í Strasbourg í október 2017 undir umræðu um kynferðisáreitni.

Þá segir í bréfinu að „átakið sem upphaflega var stofnað til að hvetja konur til að tjá hug sinn er í dag orðið að andstæðu sinni. Við kúgum fólk til að tjá sig „á réttan hátt“, þöggum niður í þeim sem eru ekki sammála okkur og konurnar sem neita að taka undir þetta eru afskrifaðar sem meðsekir svikarar.“

Stalínismi og hugsanalögregla

Fjöldi kvenna í Frakklandi hefur tekið undir með bréfriturum, sem jafnframt fullyrða að metoo-hreyfingin lykti af Stalínisma og „hugsanalögreglu“, en ekki sannri lýðræðishugsun. Þá segjast undirritaðar neita að taka undir „hugmyndir frá Viktoríutímanum, um konur sem varnarlausar litlar verur, einskonar börn sem þarf að vernda,“ sem þær segja á pari við hugmyndir öfgamanna og róttækra siðapostula.

Bréfritarar segjast neita að samsvara sig með þessari tilteknu línu femínisma, sem þær segjast fara langt út fyrir það að beinast gegn misnotkun á valdi, og snúast þess heldur um hatur á karlmönnum og kynverund.

Franskur femínismi ólíkur breskum og amerískum

Blaðamaður The Guardian nefnir þetta sem skýrt dæmi um það sem helst aðgreinir franskan femínisma frá hinum ameríska og breska, sem kristallast í viðhorfum til karla og kynferðismála. Hún segir bréfið vera olíu á eld rótgróinna fordóma og staðalmynda um franskar konur, og nefnir því til stuðnings orð franska heimspekingsins Simone de Beuvoir sem skrifaði árið 1947 um það hvernig amerískar konur litu niður á franskar konur vegna umburðarlyndis gagnvart karlrembu og óþreytandi tilburða til að þóknast körlum í hvívetna.

epa00147555 Indonesian muslim students hold up a placard and clench fists during a demonstration outside the French embassy in Jakarta, Friday 05 March 2004. About 500 muslim students staged a rally to protest France's recent ban on Islamic
 Mynd: EPA
Indónesískir nemendur mótmæla höfuðklútabanni Frakka fyrir utan franska sendiráðið á Jakörtu árið 2004.

Forréttindablint þotulið og hrútskýrendur

Viðbrögð á samfélagsmiðlum hafa ekki látið á sér standa og hafa bréfritarar verið kallaðar hrútskýrendur, forréttindapakk og margt þaðan af verra. Sér í lagi hefur gagnrýnin beinst að íhaldssömum viðhorfum og því sem kallað hefur verið hugmyndafræðileg tímaskekkja, en viðhorf Deneuve, sem er einskonar opinbert andlit bréfritara, hafa þótt minna á hugmyndir femínista frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

epa06417989 An activist from the Ukrainian feminist group FEMEN dressed like a housemaid with 'Erdogan Gay Rights Eater' written on her chest is arrested by police near the Elysee Palace, during a protest against the Turkish President Erdogan&
 Mynd: EPA
Baráttukona úr úkraínska femínistahópnum FEMEN mótmælir stefnu Tyrklandsforseta í París 5. janúar sl.

Deneuve er fædd árið 1943 og er því komin á áttræðisaldur. Þá hafa yngri femínistar innan og utan Frakklands talað um bréfritara sem forréttindablint þotulið og menningarvita sem eru algjörlega úr tengslum við hin fjöldamörgu nafnlausu fórnarlömb nauðgunarmenningar, og segja þær blindaðar af hvöt til að verja franskar hefðir og rótgróna siði í kynferðismálum.

Ótti við að hreyfingin skaði kynfrelsi

Í frétt The Guardian er talað um hina aldalöngu frönsku hefð fyrir ástríðufullum skoðanaskiptum af þessu tagi. Vitnað er í svar franska sagnfræðingsins Michelle Perrot við bréfinu, sem lýsir bréfriturum sem sjálfumglöðum frjálsum konum sem skortir samkennd með fórnarlömbum kynferðisáreitni en þær tjái þrátt fyrir það hug sinn og margir séu þeim sammála. Og því eigi umræðan erindi og nauðsynlegt sé að samtalið eigi sér stað.“ Hún segir jafnframt að „höfundar bréfsins óttast að metoo-hreyfingin skaði sköpunar-, listrænt- og kynferðislegt frelsi, að siðbótastefna eigi eftir að eyðileggja þann árangur sem frjálslynd hugmyndafræði hefur skilað og fólk hefur barist fyrir. Að konur og kynferðismál verði aftur beygð undir ægivald siðapostula og ný stefna í siðferðismálum verði upphafið að öfgafullri ritskoðun í kynferðismálum.“

Pólitísk og hugmyndafræðileg deila

Í fréttinni er rýnt í ólíka hópa femínista í Frakklandi þar sem ólík hugmyndafræði skipar fólki í fylkingar. Femínismi kenndur við De Beauvoir er nefndur til sögunnar sem stærsta hreyfingin. Þá er talað um nýja bylgju „amerísks femínisma“ í Frakklandi, sem stundum er orðaður við tækifærismennsku og hatur á körlum. Sú stefna er af mörgum talin hundsa kerfisbundið trúarlægt kvenhatur, en fylgismenn stefnunnar verja hijabinn og tala um sig sem nýja og uppfærða tegund femínista. Þrátt fyrir það er deilan langt frá því að vera kynslóðabundin heldur er hún pólitísk og jafnvel hugmyndafræðileg.

Sálgreinirinn og rithöfundurinn Sarah Chiche er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið. Hún segir að persónulegar sögur metoo-hreyfingarinnar hafi notið gríðarlegra vinsælda meðal almennings og hafi nánast skapað nýjan staðal í opinberri umræðu. En áhrifin séu varhugaverð og nú sé krafan orðin að bækur séu endurskrifaðar og kvikmyndir teknar upp á nýtt.

Greinin er byggð á fréttaskýringu The Guardian um málið.

Mynd með færslu
Nína Richter
vefritstjórn