Mynd með færslu
08.01.2018 - 09:08.Matthías Már Magnússon.Plata vikunnar, .Plata vikunnar á Rás 2, .Poppland, .Dagvaktin
Ný hljómplata, FJALL, með lögum og ljóðum eftir Egil Ólafsson kom út nú s.l haust og er plata vikunnar á Rás 2.

 

FJALL er framleitt í takmörkuðu upplagi, 300 eintök, þar sem hvert eintak, sem er af vínil, er númerað með eintaksnúmeri. 

Veglegar umbúðir eru utan um vínil-plötuna, sem Kristján Frímann, myndlistarmaður, hefur veg og vanda að.   

Með  hverju eintaki fylgir og kóði (procards) sem gerir eiganda eintaksins kleift að hlusta á gripinn á stafrænu formi.

Á facebook, er einnig síðan Egill Olafsson - FJALL, þar sem verða upplýsingar af margvíslegum toga um tilurð og gerð FJALLsins.  Má þar nefna forvinnu höfundar, vinna tónlistarstjórans, Matti Kallio, hljóðfæraleikara, hljóðritsvinnu, hönnunar vinnu vegna útlits, kostnaður og umsýsla þar að lútandi, eftirvinnsluna, útgáfuna.  

Á FJALL koma fram, Egill Ólafsson, söngur, Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Helgi Svavar Helgason, trommur, Timo Kämäränen gítarar, Valdemar Kolbeinn Sigurjónsson bassi, Matti Kallio, harmónikka, Sigríður Torlacius, söngur.  Hljóðrituð af Guðmundi Kristni Jónssyni í Hljóðrita í april 2017. Hljóðjöfnun Chartmakers Helsinki. Stjórn upptöku Matti Kallio.

Þá er einnig hægt að kaupa gripinn beint frá býli og FJALLið berst til viðkomandi í sérstökum “mailer” um láð og lög.

 

Andrea Jónsdóttir og Arnar Eggert spjölluðu um plötuna í Popplandi á Rás 2.