Feykilega magnaður vefur sem glitrar

Bókmenntagagnrýni
 · 
Bókmenntir
 · 
Gagnrýni
 · 
Kiljan
 · 
Kóngulær í sýningargluggum
 · 
Kristín Ómarsdóttir
 · 
Menningarefni

Feykilega magnaður vefur sem glitrar

Bókmenntagagnrýni
 · 
Bókmenntir
 · 
Gagnrýni
 · 
Kiljan
 · 
Kóngulær í sýningargluggum
 · 
Kristín Ómarsdóttir
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
12.10.2017 - 11:02.Davíð Kjartan Gestsson.Kiljan
Kristínu Ómarsdóttur tekst alltaf að koma lesendum sínum á óvart segja gagnrýnendur Kiljunnar, og henni bregst ekki bogalistin í ljóðabókinni Kóngulær í sýningargluggum.

Kóngulær í sýningargluggum er áttunda ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur – og hún hefur að geyma einstakan kveðskap að mati gagnrýnenda Kiljunnar.„Það er svo mikil leikgleði í tungumálinu. Hvert einasta ljóð kemur manni á óvart og reynir á mann, er fyndið, spennandi, frumlegt og alltaf ferskt,“ segir Sunna Dís Másdóttir. „Það er líka alvarlegur undirtónn í ljóðunum, þrátt fyrir alla þessa leikgleði. Hún er að deila á valdið, yfirvaldið, og ákallar herra dómara í endurteknum stefjum.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Þorgeir Tryggvason segir að bókin sé vefur sem glitrar. „Þetta er ofboðslega þéttur vefur af línum sem afvegaleiða hver aðra og orðum sem að breyta merkingu alls sem er í kringum sig. Mikil notkun á endurtekningum sem hljóma stundum eins og söngtextar,“ segir hann. „Þetta er feykilega magnaður vefur af óræðni og krafti.“

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Peð í heiminum

Bókmenntir

Kóngulær í sýningargluggum - Kristín Ó.