Eldfjallagas hafði áhrif á fólk og byggðir

13.01.2018 - 13:31
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RÚV
Eldfjallagas frá Holuhraunsgosinu árið 2014 hafði umtalsverð áhrif á umhverfið í byggð þrátt fyrir að gosið hafi á miðju hálendinu að vetri til og fjarri mannabústöðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju riti um áhrif Holuhraunsgossins sem gefið er út af Landbúnaðarháskóla Íslands.

Áhrif Holuhraunsgossins  á umhverfi og heilsu, er ríflega hundrað blaðsíðna rit þar sem gerð er grein fyrir megin niðurstöðum úr vökunar - og umhverfisrannsóknum þar sem reynt var að meta áhrif eldgossins í Holuhrauni.

Í ritinu segir meðal annars að ljóst sé að áhrif eldgossins í Holuhrauni á eðlis- og efnafræðilega eiginleika umhvefisins hafi verið talsverð og líklega meira en flesta grunaði. Þar segir einnig að því miður sé álag vegna eldgosa á umhverfi, dýr og fólk enn afar lítið þekkt. 

Í ritinu kemur fram að staðsetning gossins hafi verið afar heppileg, sem og tímasetning, þ.e. snemma vetrar. Súrnun úrkomu og áfall brennisteinsdíoxíðs á jörð í byggð hafi því verið mun minni enbúast mætti við. Samt hafi aukinn styrkur eldfjallagasa haft mælanleg áhrif á umhverfisaðstæður.

Engar rannsóknir voru gerðar á búfénaði í kjölfar gossins og engar spurnir hafa borist af sjúkdómstilfellum eða dauða búfjár, sem rekja má til Holuhraunsgossinns. Áhrif elgossins á heilsu fólks voru hinsvegar könnuð nokkuð ítrarlega. Rannsóknir leiddu í ljós að á svæðum þar sem aukinn styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist leituðu fleiri til læknis vegna öndunarfæravandamála. Einnig sást marktæk aukning í sölu astmalyfja. 
Hægt er að nálgast ritið um áhrif Holuhraunsgosssins á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, lhbi.is
 

 

Mynd með færslu
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður