Dóra Bruder - Patrick Modiano

Bók vikunnar
 · 
Bókmenntir
 · 
Dóra Bruder
 · 
Patrick Modiano
 · 
Bók vikunnar

Dóra Bruder - Patrick Modiano

Bók vikunnar
 · 
Bókmenntir
 · 
Dóra Bruder
 · 
Patrick Modiano
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
09.02.2018 - 13:41.Halla Harðardóttir.Bók vikunnar
Dóra Bruder eftir franska nóbelskáldið Patrick Modiano í þýðingu Sigurðar Pálssonar er bók vikunnar á Rás1.

Dóra Bruder er allt í senn rannsóknarblaðamennska, skáldleg lýsing sögulegra atburða í bland við sjálfsævisögulegar endurminningar. Bókin byggir á sannri sögu ungrar táningsstúlku af gyðingaættum sem lýst er eftir í dagblaðinu Paris Soir á gamlársdag árið 1941. Hún hafði strokið frá kaþólskum heimavistarskóla og ekkert hafði spurst til hennar. Í hernumdu Frakklandi var, eins og annarsstaðar, þrengt að gyðingum, þeim rutt út í horn og smám saman hurfu þeir.

Árið 1988 rekst Modiano á auglýsinguna í dagblaðinu þar sem lýst er eftir Dóru, 15 ára gamalli með sporöskjulagað andlit og grábrún augu eins og segir í lýsingu. Í kjölfarið hefur Modiano leit að stúlkunni. Rannsókn á örlögum týndu stúlkunnar leiðir hann um króka og kima Parísar sem og víðar. Hann rýnir í eigin ævi og tengir sjálfan sig og föður sinn við atburðinarásina. Hryllingur liðinna tíma er dreginn fram í dagsljósið en frásögn Modianos er í senn skelfileg og fögur.

Í spilaranum hér fyrir ofan má hlusta á viðtal við Torfa Tulinius bókmenntafræðing og lestur úr hluta bókarinnar, Leifur Hauksson les.

Umsjónarmaður þáttarins er Jóhannes Ólafsson. Viðmælendur hans eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði og Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur. Hlusta má á þáttinn í heild hér.

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Merkur viti fyrir okkur öll