Danmörk og Makedónía byrja á sigri

13.01.2018 - 19:53
epa06436685 Mikkel Hansen (R) of Denmark in action against Timuzsin Schuch of Hungary during the EHF European Men's Handball Championship 2018 group D match between Denmark and Hungary in Varazdin, Croatia, 13 January 2018.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Síðari leikjum dagsins á EM í Króatíu var að ljúka en Makedónía og Danmörk unnu þar góða sigra í C og D-riðli.

Makedónía 25 - 24 Slóvakía
Leikur Makedóníu og Slóvakíu var mjög spennandi en staðan í hálfleik var 11-11. Makedónar voru ávallt skrefi á undan en tókst ekki að hrista Slóvakana af sér. Þeir náðu til að mynda fjögurra marka forystu en samt tókst Slóvökum að jafna metin og staðan því 18-18 þegar rúmlega 15 mínútur voru eftir af leiknum.

Á endanum tókst Makedónum þó að landa sigrinum en þeir unnueins marks sigur, lokatölur 25-24. Kiril Lazaroc var markahæstur í liði Makedóníu með 7 mörk á meðan Ziga Mlakar var markahæstur hjá Slóvakíu með 5 mörk.

Danmörk 32 - 25 Ungverjaland
Danir byrja EM í Króatíu á góðum sigri en þeir unnu Ungverjaland með sjö marka mun í kvöld. Danir voru betri aðilinn frá upphafi til enda þó aðeins hafi munað tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 14-12. 

Í síðari hálfleik keyrðu Danir hins vegar yfir mótherja sína og unnu eins og áður sagði nokkuð þægilegan sjö marka sigur, lokatölur 32-25. Rasmus Lauge Schmidt skoraði sjö mörk fyrir Dani á meðan Mikkel Hansen skoraði sex.

Nánar um leikina og mótið í heild sinni á vefsíðu Evrópumótsins.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður